27.02.1975
Neðri deild: 48. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 1930 í B-deild Alþingistíðinda. (1546)

84. mál, útvarpslög

Ellert B. Schram:

Herra forseti. Ég vil gera grein fyrir því, að ég er sammála þeirri grundvallarhugsun sem fram kemur í þessari till., að það sé óeðlilegt að starfsmenn hjá erlendum og opinberum stofnunum séu kosnir til slíkra starfa. Hins vegar fylgir þessi till. í kjölfarið á ósmekklegum og persónulegum ofsóknum á hendur einum tilteknum manni og ég tek ekki þátt í þeirri aðför. Þess vegna mun ég sitja hjá við þessa atkvgr.

Frv. samþ. með 24:13 atkv. og afgr. sem lög frá Alþingi (þskj. 326).