11.03.1975
Sameinað þing: 49. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 2260 í B-deild Alþingistíðinda. (1813)

319. mál, trygginga- og skattakerfi

Fyrirspyrjandi (Ellert B. Schram):

Herra forseti. Ég skil vel að erfitt er fyrir hæstv. fjmrh. eins og á stendur að lýsa mjög náið að hverju stefnt sé, og reyndar getur hann ekkert sagt á þessu stigi málsins um hverjar niðurstöðurnar verði af þeirri endurskoðun sem hér er um fjallað. Fsp. mín er borin fram til þess að ýta á eftir og hvetja til einhverra aðgerða. Ég heyri á svari hæstv. ráðh. að hann hefur sett n. á laggirnar 24. jan. s. l., svo að fsp. hefur a. m:. k. ekki spillt fyrir að eitthvað hafi gerst í málinu, en ég fagna þeirri yfirlýsingu ráðh. að þessi n. hafi verið sett á laggirnar. Ég er ánægður með að heyra hver hennar helstu verkefni eru. Ég lýsi ánægju minni með það að þm. verði hafðir með í ráðum, tel það vera stefnu sem eigi að vera vaxandi hér á hinu háa Alþ. þm. fylgist frá upphafi með þeim verkefnum og viðfangsefnum sem um er fjallað og staðið er að af pólitískum stjórnvöldum hverju sinni. Og mér þykir fengur í þeirri yfirlýsingu ráðh. að búast megi við einhverri niðurstöðu af þessari endurskoðun á þessu ári.

Ég þakka hæstv. fjmrh. fyrir svörin.