17.03.1975
Efri deild: 60. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 2413 í B-deild Alþingistíðinda. (1902)

149. mál, járnblendiverksmiðja í Hvalfirði

Jón G. Sólnes:

Herra forseti. Ég er ekki mótfallinn stefnu þeirri, sem mörkuð er í frv., að reist verði járnblendiverksmiðja hér á landi og að til komi erlend fjárfesting. Hins vegar tel ég mörg ákvæði samninga, sem ráðgert er að gerðir verði við Union Carbide, athugaverð og orka tvímælis. Enn fremur er ég mótfallinn þeirri stefnumörkun sem felst í frv. um takmarkalausan ríkiskapítalisma og einokun ríkisvaldsins í þeim málum að því er snertir öflun erlends fjármagns til framkvæmda í landinu. Og þar sem ekki hefur þrátt fyrir eftirleitan fengist yfirlýsing stjórnvalda um að einstaklingum og fyrirtækjum verði tryggður hliðstæður réttur og ríkisvaldið hefur til framkvæmda og fjárfestingar með aðstoð erlends fjármagns, eftir því sem aðstæður leyfa, þá segi ég nei.