18.03.1975
Sameinað þing: 52. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 2447 í B-deild Alþingistíðinda. (1941)

332. mál, hitaveita á Hólastað og í nágrannasveitarfélögum

Pálmi Jónsson:

Herra forseti. Með þessari fsp. er hreyft þörfu og ágætu máli, máli sem hreppsnefndirnar í Hólahreppi, Viðvíkurhreppi, Hofshreppi og á Hofsós hafa sent þm. kjördæmisins og Orkustofnun til þess að vinna að.

Ég vil þakka hæstv. landbrh. fyrir jákvæðar undirtektir við þetta mál. En ég vil þó jafnframt nota þetta tækifæri til þess að beina því til hæstv. iðnrh., sem hefur yfirstjórn þessara mála í sínum höndum, að hér er frá okkar sjónarmiði talað um mjög mikilvægt mál að ræða, og vænti ég þess að hann ljái þessu máli fullan stuðning og sjái til þess að þarna verði athugunum komið í gang hið allra fyrsta.