07.04.1975
Neðri deild: 63. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 2758 í B-deild Alþingistíðinda. (2080)

213. mál, framsal sakamanna

Dómsmrh. (Ólafur Jóhannesson) :

Herra forseti. Það frv., sem hér liggur fyrir til breyt. á l. um framsal sakamanna til Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar, nr. 7/1962, er um breytingar í samræmi við samkomulag, sem hefur orðið á milli þessara landa, og er flutt hér til samræmis við löggjöf, sem hefur verið sett eða verið er að setja á Norðurlöndunum um þetta efni.

Ég sé ekki ástæðu til þess að fara frekar út í efnisgreinar frv. þar sem fullnægjandi skýringar er á þeim að finna í aths. sem lagafrv. fylgja, og eins og ég sagði er þetta til þess að lögfesta breyt. sem gerðar hafa verið með samkomulagi á milli þessara landa á þeim samningi sem fyrir hendi er og lögfestur hefur verið með þessum l., nr. 7/1962.

Ég leyfi mér að leggja til, herra forseti, að frv. verði vísað til 2. umr. og til hv. allshn.