07.05.1975
Efri deild: 78. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 3572 í B-deild Alþingistíðinda. (2706)

266. mál, þörungavinnsla við Breiðafjörð

Albert Guðmundsson:

Herra forseti. Ég fagna málflutningi síðasta ræðumanns, hann er kominn í það mikil rökþrot. Hann er farinn að blanda í málið arðsemi heildverslana. Ég skil ekki hvar það á að koma inn í þetta mál. Þær prósentutölur, sem við töluðum um, voru prósentur af eignarhlutföllum í upphafi fyrirtækja. Það var ekki verið að tala um arðsemi í þeim tilfellum og ég fagna því að rökþrot skuli vera svo algjör að hann þurfi að snúa málinu út á allt aðrar brautir en hér voru til umr.