10.05.1975
Sameinað þing: 75. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 3769 í B-deild Alþingistíðinda. (2898)

236. mál, heimildir Færeyinga til fiskveiða við Ísland

Utanrrh. (Einar Ágústsson) :

Herra forseti. Ég leyfi mér að mæla hér fyrir till. til þál. um staðfestingu á niðurstöðu viðræðna um heimildir færeyinga til fiskveiða við Ísland. Till. sú til þál., sem hér liggur fyrir, staðfestir, ef samþykkt verður, niðurstöður viðræðna milli fulltrúa ríkisstj. Íslands og landsstjórnar Færeyja sem fram fóru dagana 21–22. febr. 1975 í Reykjavík um aðstöðu færeyinga til fiskveiða við Ísland. Texti niðurstöðunnar birtist hér með lagfæringu varðandi veiðar við Grímsey, sem staðfest var af aðilum með skeytaskiptum hinn 12. mars 1975.

Ég hygg að öllum hv. alþm. sé þetta samkomulag mjög kunnugt þar sem það var birt þegar að því gerðu og hefur verið starfað eftir því síðan. Skipan þessi um veiðar færeyskra skipa á Íslandsmiðum kemur í stað eldra fyrirkomulags um sama efni, gildir til 18. nóv. 1975 og er í öllum aðalatriðum svipað því samkomulagi sem gert var í tíð fyrrv. stjórnar við færeyinga um sams konar veiðar. Eina breytingin, sem máli skiptir, er sú að frá 1. júlí 1975 að telja skal heildarafli færeyskra skipa á Íslandsmiðum á ársgrundvelli eigi fara fram úr 20 þús. smálestum.

Ég viðurkenni að þessi staðfesting er of seint á ferðinni og bið velvirðingar á því fyrir hönd utanrrn. að það hefur láðst að leggja till. fyrir Alþ.fyrr en nú. Ég vona að það komi ekki að sök þar sem mér virðist svo sem allir hv. alþm. hafi verið samþykkir því að þessir samningar við færeyinga vorn gerðir.

Ég legg svo til, herra forseti, að þessari umr. verði frestað eða þegar henni verður frestað verði málinu vísað til hv. utanrmn.