10.05.1975
Neðri deild: 82. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 3809 í B-deild Alþingistíðinda. (2971)

220. mál, atvinnuleysistryggingar

Forseti (Ragnhildur Helgadóttir):

Út af orðum hv. þm. vil ég taka fram að það er ekki óvenjulegt að settur sé frestur til þess að skila umsögnum til nefndar ef nefndin óskar eftir umsögnum. Sá frestur var liðinn fyrir þó nokkrum dögum þannig að fullkomlega var eðlilegt að nefndin tæki málið til afgreiðslu ef ætlunin var að ræða það frekar á þessu þingi sem eins og allir vita á nú senn að ljúka. Og með hliðsjón af því hve mörg stórmál eru tekin hér til umræðu og atkvgr. með litlum fyrirvara, þá get ég ekki séð að sérstöku máli gegni um þetta, að það hafi í neinu verið óeðlileg afgreiðsla viðhöfð við það mál. Ég mun bera þetta mál undir atkv. fundarins.