13.05.1975
Sameinað þing: 77. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 3964 í B-deild Alþingistíðinda. (3212)

191. mál, jarðhitarannsóknir við Varmahlíð

Fyrirspyrjandi (Pálmi Jónsson):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. ráðh. fyrir svörin. Þau báru með sér að sú orka, sem vitað er um í dag, mun naumast vera fullnægjandi fyrir grænfóðurverksmiðju sem rísa á í Hólminum. En með tilliti til þeirra rannsókna, sem fyrirhugaðar eru á þessu svæði og í nærliggjandi sveitarfélögum, má gera ráð fyrir því að orkuþörf þessarar verksmiðju verði fullnægt.

Ég hef engu við þetta að bæta. Ég aðeins fagna því að þessar rannsóknir verða nú gerðar og nýtt sú orka sem þarna kann að finnast, en eins og kunnugt er, er varmaorka viða í Skagafirði og nauðsynlegt að nýta hana eftir því sem hagkvæmt kann að reynast.