14.05.1975
Neðri deild: 87. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 4167 í B-deild Alþingistíðinda. (3412)

263. mál, aðstoð við vangefna og fjölfatlaða

Frsm. (Guðmundur H. Garðarsson):

Herra forseti. Till. þessi til þál, um aðstoð við vangefna og fjölfatlaða hefur legið fyrir í heilbr: og trn. Nd. Efni till. er á þá leið, að Alþ. skori á ríkisstj. að undirbúa hið fyrsta ráðstafanir til að bæta aðstöðu vangefinna og fjölfatlaðra, m.a. með aukningu hjálparstofnana vegna þeirra sem dveljast í heimahúsum og aukningu hjúkrunarrýma fyrir þá sem eiga við þessi vanheilindi á háu stigi að stríða. N. varð einróma sammála um að mæla með því að þáltill. verði samþ.