15.05.1975
Neðri deild: 91. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 4336 í B-deild Alþingistíðinda. (3580)

109. mál, sjóður til aðstoðar við drykkjusjúka

Fjmrh. (Matthías Á. Mathiesen) :

Herra forseti. Sennilega hef ég talað of lágt áðan því að af ræðu hv. þm. virtist hann ekki hafa heyrt það sem ég sagði. En ég gerði grein fyrir þeim sjónarmiðum að Alþ. eigi við afgreiðslu fjárl. hverju sinni að ákveða hvernig skuli varið tekjum ríkissjóðs, Hvort sem mönnum líkar það betur eða verr, hvort sem menn eru bindindismenn suður í Hafnarfirði eða ekki bindindismenn í Reykjavík, þá er svo að tekjur af sölu Áfengisverslunar ríkisins eru tekjur sem renna í ríkissjóð og það er Alþ. við afgreiðslu fjárl. sem á að skipta þeim tekjum, en ekki með frv. um markaða tekjustofna sem eru ekki í samhengi við afgreiðslu fjárl. og þar með hvernig tekjum ríkissjóðs sé skipt á hverju ári.