15.05.1975
Efri deild: 94. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 4349 í B-deild Alþingistíðinda. (3609)

209. mál, félagsráðgjöf

Fram. (Oddur Ólafsson) :

Herra forseti. Frv. þetta hefur verið í hv. Ed. til meðferðar áður og þar gerði heilbr.- og trn. á því nokkrar breytingar. Fyrsta breytingin var sú, að burtu félli „til að stunda félagsráðgjöf hér á landi“, en okkur láðist í því sambandi að fella niður 3. mgr. 3. gr., sem hljóðar svo:

„Slíku leyfi fylgir ekki réttur til að kallast félagsráðgjafi.“

Nd. breytti þessu og felldi þessa málsgr. aftan af 3. gr.

Heilbr.- og trn. tók frv. til athugunar aftur nú í kvöld og hefur sent frá sér svofellt nál:: „N. hefur athugað frv. í núverandi mynd, eins og það kemur frá Nd., og leggur til að það verði samþ. svo breytt “