02.12.1974
Neðri deild: 14. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 489 í B-deild Alþingistíðinda. (383)

Afgreiðsla mála úr nefndum

Forseti (Ragnhildur Helgadóttir):

Áður en lengra er haldið með dagskrána langar mig til þess að vekja athygli nefndarformanna þessarar d. á því að ekkert mál hefur enn þá verið afgreitt frá neinni n. Nd. Ég vil eindregið fara þess á leit við nefndarformenn að þeir beiti sér fyrir því að afgreiðslu mála úr nefndum verði hraðað. Það hljóta einhver þeirra mála, sem fyrir liggja, að hafa fengið þá athugun að þau fari að verða tilbúin til afgreiðslu, en alls hefur 21 máli verið vísað til n. í d. Ég tel að það sé ekki vansalaust að láta þau vera óafgreidd öllu lengur. (Gripið fram í: Nefndirnar þurfa að skipta verkum fyrst.) Allar n. hafa skipt verkum í Nd. (Gripið fram í: Nei.) — Ég bið afsökunar, þetta byggist á upplýsingaskorti hjá mér. Samgn. þessarar d. mun ekki hafa skipt með sér verkum og vil ég biðja þá n. að gera svo vel að skipta með sér verkum hið fyrsta.