18.12.1974
Neðri deild: 27. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 1056 í B-deild Alþingistíðinda. (923)

116. mál, lögsagnarumdæmi Hafnarfjarðarkaupstaðar

Frsm. (Ellert B. Schram):

Forseti. Hér er um að ræða frv. til l. um breyt. á l. um lögsagnarumdæmi Hafnarfjarðarkaupstaðar og um heimild fyrir Hafnarfjarðarkaupstað að taka eignarnámi landsspildu í Hafnarfirði. Frv. felur í sér breytingar á landamerkjum milli Garðahrepps og Hafnarfjarðarkaupstaðar, en þær breytingar eru taldar nauðsynlegar vegna fyrirhugaðrar byggingar Dvalarheimilis aldraðra sjómanna á umræddu svæði. Enn fremur felur frv. í sér heimild til að taka eignarnámi landspildu í Hafnarfirði, eins og segir í fyrirsögn frv., en um þetta hvort tveggja mun vera samkomulag milli Garðahrepps og Hafnarfjarðarkaupstaðar sem þarna eiga hlut að máli. Er óskað eftir sérstaklega hraðri afgreiðslu á þessu máli til þess að framkvæmdir geti hafist þegar í stað.

N. hefur athugað þetta frv. og mælir með samþykkt þess.