17.12.1975
Neðri deild: 32. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 1358 í B-deild Alþingistíðinda. (1015)

100. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Frsm. meiri hl. (Ólafur G. Einarsson) :

Hæstv. forseti. Fjh.- og viðskn. hefur athugað þetta frv., en ekki orðið sammála um afgreiðslu þess. Frv. felur í sér að fasteignamatsverð skuli margfaldað með 2.7 við álagningu eignarskatts á næsta ári. Meiri hl. n. leggur til að frv. verði samþ., eins og fram kemur á þskj. 192.

Vegna framkominnar till. frá minni hl. vil ég benda á að verði sú till. samþ. mun hún þýða u. þ. b. 100 millj. kr. tekjutap fyrir ríkissjóð frá því, sem ætlað er samkv. frv., og yrði þá að brúa það bil með einhverjum öðrum hætti.

Ég vil einnig benda á það, að fasteignamatið 1970 var nær raungildi þá en það yrði nú, miðað við 2.7–földun matsins. Hlutur fasteigna í eignarskattsálagningunni verður því minni þrátt fyrir þessa margföldun heldur en var þá.

Ég sé ekki ástæðu til að ræða þetta frekar, en ítreka að meiri hl. n. leggur til að frv. verði samþ.