26.01.1976
Sameinað þing: 40. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 1608 í B-deild Alþingistíðinda. (1326)

78. mál, Lánasjóður íslenskra námsmanna

Fyrirspurnin er svo hljóðandi:

„1. Hve margir stúdentar fengu námslán á árunum 1960–1967 að báðum árum meðtöldum?

2. Hve margir af þeim hafa lokið embættisprófi?

3. Hve margir af þeim, sem embættisprófi hafa lokið, starfa erlendis?"

Ekki er unnt að gefa tæmandi svar við fyrirspurninni nú þegar, þar sem aðgengilegar upplýsingar eru ekki fyrir hendi um alla þætti fyrirspurnarinnar og mikinn tíma tekur að vinna úr gögnum sjóðsins. Á því tímabili, sem fyrirspurnin tekur til, hafði sjóðurinn ekki sérstaka skrifstofu og starfaði auk þess í tveim deildum, lánadeild stúdenta við Háskóla Íslands og lánadeild námsmanna erlendis, sbr. l. nr. 62/1961, um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Menntamálaráð Íslands veitti fé það er kom í hlut lánadeildar námsmanna erlendis, en fimm manna nefnd sá um úthlutun úr lánadeild stúdenta við háskólann. Af þeim upplýsingum, sem fyrir liggja, kemur ekki fram hve margir þeirra námsmanna erlendis, sem fengu lán, eru stúdentar.

Svar: 1. a. Lánadeild stúdenta við Háskóla Íslands. Lán veitt árin 1960–67.

Fjöldi

Heildar-

lána

upphæð

1960–61

haust

138

724.5

þús.

vor

135

820.5

1961-62

haust

164

1307.7

vor

177

1693.7

Fjöldi

Heildar-

lána

upphæð

1962–63

haust

189

1953.8 þús.

vor

221

2 296.7

1963–64

haust

206

2125.5

vor

245

2 767.5

1964–65

haust

239

2 726.5

vor

281

3193.8

1965–66

haust

256

2 943.2

vor

315

3 855.0

1966–67

haust

302

3 609.0

vor

367

4 876.6

1. b. Lánadeild námsmanna erlendis. Afgreidd lán

1960–61

367

1961–62

358

1962–63

370

1963–64

352

1964–65

460

1965–66

479

1966–67

499

2. Ekki eru nú fyrir hendi tölur um hve margir þeirra, sem hlutu námslán 1960–67, hafa lokið prófi, en hér fer á eftir skrá um fjölda stúdenta sem lauk prófi frá Háskóla Íslands á árunum 1961–1972:

1961:

66

1967:

99

1962:

65

1968:

122

1963:

73

1969:

141

1964:

74

1970:

136

1965:

70

1971:

169

1966:

96

1972:

202

3. Engin úttekt hefur farið fram á því hve margir af lánþegum starfa erlendis. Skv. skýrslu Bandalags háskólamanna um fjölda háskólamenntaðra íslendinga eru félagsmenn í aðildarfélögunum 3305, ófélagsbundnir 504–521 og erlendis eru 420-426.

Tala þeirra er greiða eiga afborganir í ár af námslánum teknum eftir 1967 er 736, þar af eru 81 með heimilisfang erlendis.