24.02.1976
Efri deild: 60. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 2088 í B-deild Alþingistíðinda. (1717)

Umræður utan dagskrár

Halldór Ásgrímsson:

Herra forseti. Þar sem það mál, sem hér var rætt um af hæstv. viðskrh., er í þeirri n. sem ég er formaður fyrir, þá sé ég ástæðu til þess að segja um þetta nokkur orð.

Fjh.- og viðskn. beggja d. hafa starfað saman að afgreiðslu þessa máls Eins og frv. var þegar það var lagt fram, þá gerði það ráð fyrir því að olíustyrkur yrði óbreyttur. En við starf n. hefur komið í ljós að upphitun með olíu hefur hækkað mjög stórlega og bilið breikkað varðandi kostnað við kyndingu húsa með hinum ýmsu aðferðum, þ.e.a.s. rafmagni, hitaveitu og olíu. Við töldum nauðsynlegt að reyna að finna einhverja leið til þess að gera það kleift að lækka þennan styrk eitthvað og höfum unnið að því. Ég geri mér fyllilega grein fyrir því og mun leggja áherslu á að n. skili áliti í fyrramálið, þannig að það verði hægt að koma þessu máli áfram í þessari d. á morgun.