07.04.1976
Efri deild: 86. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 3091 í B-deild Alþingistíðinda. (2534)

230. mál, atvinnuleysistryggingar

Frsm. (Oddur Ólafsson):

Herra forseti. Heilbr.- og trn. hefur rætt frv. um breyt. á l. um atvinnuleysistryggingar, 230. mál, og hún leggur til einróma að frv. verði samþ. eins og það liggur fyrir. Sama er að segja um þetta frv. og það, sem áður var hér á dagskrá, að það er breyting á atvinnuleysistryggingunum sem varð samkomulag um milli ASÍ og ríkisstj, í sambandi við gerð síðustu kjarasamninga.

Breytingin er sú að í 15. gr. laganna bætist einn málsliður sem hljóðar svo:

„Réttur til atvinnuleysisbóta helst óskertur þótt bótaþegi sæki námskeið á vegum verkalýðssamtakanna eða almenn námskeið sem miða að aukinni starfshæfni hans, enda standi þau ekki skemur en einn mánuð.“

Við leggjum til að þetta verði samþ. óbreytt.