03.05.1976
Efri deild: 94. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 3455 í B-deild Alþingistíðinda. (2841)

262. mál, Iðnþróunarsjóður fyrir Portúgal

Dómsmrh. (Ólafar Jóhannesson):

Herra forseti. Á ráðherrafundi Fríverslunarsamtaka Evrópu 6. nóv. 1975 var ákveðið að mynda sérstakan sjóð á vegum samtakanna til aðstoðar við Portúgal sem er eitt af aðildarríkjunum. Var talið að slík sjóðsstofnun mætti stuðla að eflingu lýðræðis- og atvinnulífs í landinu og hún væri í samræmi við óskir ríkisstj. Portúgals. Unnið var að málínu á vegum samtakanna, og á fundi ráðs samtakanna 7. apríl s.l. var gengið frá lögum fyrir sjóðinn. Gert er ráð fyrir að sjóðurinn taki til starfaþegar aðildarríkin hafa gengið frá nauðsynlegum staðfestingum. Sjóðurinn skal nema samtals 84.6 millj. sérstakra dráttarréttinda Alþjóðabankans, sem samsvarar um 100 millj. dollara. Hluti Íslands er 1% eða sem samsvarar nálægt 1 millj. dollara og greiðist á 5 árum. Gert er ráð fyrir að framlögin verði endurgreidd og hefjist endurgreiðslur eftir lok 11. starfsárs sjóðsins og ljúki fyrir lok 25 starfsárs sjóðsins. Framlög bera 3% ársvexti að loknu 6. starfsári hans.

Mér finnst Ísland hafa sérstaka ástæðu til að styðja þessa sjóðsmyndun þegar lítið er á hin miklu og hagstæðu viðskipti sem við eigum víð Portúgal. Árið 1975 nam útflutningur okkar til Portúgals 5 milljörðum 584 millj. kr., en innflutningur þaðan 343 millj. 1974 voru þessar tölur: útflutningur 3 milljarðar 389 millj. kr. og innflutningur 216 millj. kr. Vöruskiptajöfnuður gagnvart þessu landi hefur því verið okkur mjög hagstæður og hefur veríð svo um langt árabil.

Í þessu sambandi er rétt að minna á Norræna iðnþróunarsjóðinn fyrir Ísland, sem stofnaður var af Norðurlöndunum 1970 í sambandi við aðild Íslands að Fríverslunarsamtökunum. Tilgangi og starfsreglum sjóðs þess, sem hér um ræðir, svipar að ýmsu leyti til reglnanna um Norræna iðnþróunarsjóðinn, enda mun mega rekja hugmyndina að stofnun sjóðs fyrir Portúgal þangað.

Ég sé, herra forseti, ekki ástæðu til að fara fleiri orðum um efni þessa frv. í framsögu, en vísa til athugasemda og fskj. með því. Ég leyfi mér að leggja til að frv. verði að lokinni þessari 1. umr. vísað til 2. umr. og hv. fjh.- og viðskn.