06.05.1976
Neðri deild: 100. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 3777 í B-deild Alþingistíðinda. (3072)

254. mál, Fiskveiðasjóður Íslands

Frsm. (Jón Skaftason):

Virðulegi forseti. Sjútvn. hefur haft til athugunar undanfarna daga frv. til l. um Fiskveiðasjóð Íslands sem er 254. mál þessa þings. Þegar það var hér til 1. umr. gerði hæstv. sjútvrh. ítarlega grein fyrir þeim breytingum sem frv. gerir á gildandi lögum um Fiskveiðasjóð Íslands og skal ég ekki fara að lengja þennan fund með því að víkja að þeim breytingum. Á fund n. til að ræða frv. komu tveir bankastjórar Útvegsbankans, þeir Jónas G. Rafnar og Bjarni Guðbjörnsson, svo og forstjóri Fiskveiðasjóðs, Sverrir Júlíusson, og lýstu skoðunum sínum eða skoðunum þeirra stofnana, sem þeir veita forstöðu, á frv. Niðurstaðan í n. varð sú að n. mælir samhljóða með samþykkt frv. með örfáum breytingum sem ég ætla að gera hér grein fyrir í fáum orðum.

1. brtt. sjútvn. á þskj. 653 lýtur að 1. gr. frv., en hún hljóðar þannig að á eftir 1. málslið komi nýr málsliður, svo hljóðandi:

„Útvegsbanki Íslands skal veita þjóðunum nauðsynlega fyrirgreiðslu og starfsaðstöðu.“

2. brtt. n. er við 7. gr. frv., en þar leggur n. til að g-liður 7. gr. verði felldur niður.

3. breytingin, sem n. gerir tillögu um, er á 8. gr. frv. þar er lagt til að síðasti málsliður falli niður, en við gr. bætist: „Stjórn Útvegsbanka Íslands ræður aðra starfsmenn sjóðsins en um ræðir í 7. gr. samkvæmt till. forstjóra sjóðsins. Um laun og kjör þeirra gilda sömu ákvæði og um starfsmenn Útvegsbankans.“

4. og síðasta brtt., sem sjútvn. flytur við frv., er við 10. gr., en lagt er til að við síðasta málslið hennar bætist: „og í ársskýrslu Útvegsbankans.“

Þessar breytingar n. lúta allar að þeirri meginbreytingin sem á frv. verður, að samkvæmt frv. í upphaflegri mynd var gert ráð fyrir því að slíta hin formlegu tengsl sem sjóðurinn hefur haft við Útvegsbanka Íslands, en n. þótti eftir athugun á þessu atriði ekki ástæða til þess að standa að slíkri breytingu. Að sjálfsögðu breytast þá ákvæðin í athugasemdum frv. til samræmis við þær breytingar sem ég var hér að lýsa.

Eins og ég sagði, þá standa allir hv. nm. í sjútvn. Nd.nál. á þskj. 652. Pétur Sigurðsson var fjarverandi afgreiðslu málsins.