10.05.1976
Efri deild: 101. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 3888 í B-deild Alþingistíðinda. (3195)

257. mál, jarðalög

Landbrh. (Halldór E. Sigurðsson):

Herra forseti. Ég skal nú ekki fara að þreyta neinar kappræður um þetta og allra síst um lögfræðileg atriði í þessu sambandi, en þykist þó muna að þetta frv. mun hafa farið í gegnum þessa d. áður og þá hafi hv. 5. þm. Norðurl. v. setið hér og samþ. þetta ákvæði. (RA: Það var af vangá.) E.t.v. hefur honum farið fram síðan því maðurinn er ungur og reynslunni ríkari. En ég skal verða við ósk hæstv. forseta um frestun svo þetta ákvæði orki ekkert tvímælis og fer þá fram á það við hv. nm. í landbn. að þeir bregði fljótt við og segi sitt álit um þetta. En ég hygg að þau rök, sem hér hafa verið talin fram, muni renna nægum stoðum undir málið. En það er heldur ekkert að því að hafa þær stoðir sem styrkastar og þá skulum við bara gera þetta. Ég fellst á ósk hæstv. forseta.