12.05.1976
Efri deild: 103. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 4087 í B-deild Alþingistíðinda. (3370)

260. mál, réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins

Frsm. (Halldór Ásgrímsson):

Herra forseti. Fjh.- og viðskn. hefur fjallað um frv. til l. um breyt. á l. nr. 38 frá 1954, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. N. hefur fjallað um þetta frv. samhliða 258. og 259. máli og leggur til að frv. verði samþ.

Ég hef í framsögu fyrir þeim málum, sem n. afgreiddi samhliða þessu máli, gert grein fyrir málinu, en þetta frv. fjallar fyrst og fremst um það hvaða starfsmönnum er óheimilt að gera verkföll, og frv. gerir ráð fyrir því að nýjar mgr. bætist við 29. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.

N. leggur því til að frv. verði samþykkt.