17.11.1975
Efri deild: 15. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 559 í B-deild Alþingistíðinda. (369)

58. mál, veiting ríkisborgararéttar

Dómsmrh. (Ólafur Jóhannesson) :

Herra forseti. Ég þarf ekki að fylgja þessu frv. úr hlaði með mörgum orðum. Framlagning frv. um ríkisborgararétt og afgreiðsla þess er orðin fastur liður á hverju Alþ.

Þetta frv., sem hér liggur fyrir, er um það að veita 18 mönnum íslenskan ríkisborgararétt. Ég geri ráð fyrir því að á meðan Alþ. fjallar um frv. geti bæst í hópinn einhverjir nýir umsækjendur sem fullnægja settum skilyrðum og að þeim verði þá samkv. venju bætt inn í frv. Ég geri sömuleiðis ráð fyrir því að sami háttur verði hafður á um meðferð á þessu frv. og tíðkast hefur, þannig að hv. allshn. beggja d. fjalli um það saman og athugi það. Þeir 18 menn, sem hafa verið teknir upp í frv., fullnægja allir þeim skilyrðum, sem Alþ. hefur sett eða samþ. að skyldu vera skilyrði fyrir því að maður fengi íslenskan ríkisborgararétt.

Ég vil svo, herra forseti, leyfa mér að leggja til að þessu frv. verði að þessari umr. lokinni vísað til 2. umr. og hv. allshn.