17.05.1976
Neðri deild: 112. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 4488 í B-deild Alþingistíðinda. (3954)

285. mál, Olíusjóður fiskiskipa

Sjútvrh. (Matthías Bjarnason):

Hæstv. forseti. Þetta frv. felur í sér heimild til að eftirstöðvar af Olíusjóði renni til Tryggingasjóðs fiskiskipa. Samkv. aths., sem f.ylgja frv., er áætlað að þegar allar tekjur af útflutningsgjaldi eru komnar inn sem renna eiga til Olíusjóðs, þá verði eftir um 100 millj. kr. sem skv. þessu frv. er ætlað að renni til Tryggingasjóðs fiskiskipa, en skuldbindingar Tryggingasjóðs eru mjög miklar. Það munu verða, þegar upp verður staðíð, um 550 millj. kr. sem þar vantar. Með þessari ráðstöfun lækkar sú upphæð um 100 millj.

Ég sé ekki ástæðu til þess að orðlengja frekar um frv., en legg til að því verði vísað til hv. sjútvn. að lokinni þessari umr.