18.05.1976
Sameinað þing: 93. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 4600 í B-deild Alþingistíðinda. (4200)

278. mál, bráðabirgðavegáætlun 1976

Forseti (Ásgeir Bjarnason):

Hv. 5. þm. Reykv. hefur lýst hér þeirri brtt. sem er á þskj. 935 og er brtt. við brtt. á þskj. 899 um vegáætlun. (RH: Þetta er ekki brtt. við brtt. Annað hvort er það svo að fyrri till. er dregin til baka —). Fyrri till. er brtt. við brtt. Það var það sem ég var að ræða um. En ég lít þannig á, eftir því sem hv. þm. hefur lýst till. sinni, að þá hafi till. verið hugsuð á annan veg en þann sem komst á pappírinn. Þarna er því um misprentun að ræða og því þarf ekki afbrigða við. En ef hv. þm. eru á annarri skoðun, þá óska ég þess að þeir láti til sín heyra um það. Að öðrum kosti lít ég þannig á að um leiðréttingu sé að ræða.