25.11.1975
Sameinað þing: 20. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 645 í B-deild Alþingistíðinda. (433)

Rannsókn kjörbréfs

Frsm. (Tómas Árnason):

Herra forseti. Kjörbréfanefnd hefur rannsakað kjörbréf Björns Jónssonar, Stóragerði 26, Reykjavík, sem er 1. varaþm. Alþfl. í Reykjavíkurkjördæmi, en hann tekur sæti á Alþ. fyrir hv. 9. þm. Reykv., Gylfa Þ. Gíslason. Kjörbréfanefnd hefur ekkert athugavert fundið við kjörbréfið og hefur samþ. shlj. að leggja til. að kosning Björns Jónssonar verði tekin gild og kjörbréf hans samþ.