12.12.1975
Efri deild: 25. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 1146 í B-deild Alþingistíðinda. (815)

116. mál, fjáröflun til vegagerðar

Fjmrh. (Matthías Á. Mathiesen) :

Herra forseti. Á þskj. 148 er frv. til l. um fjáröflun til vegagerðar. Eins og fram kemur í grg. er frv. þetta í reynd frv. um breyt. á l. 79/1974 og felur í sér efnisbreytingar á 5. gr. þeirra laga. Hér er um að ræða að hækka þungaskatt á þeim dísilknúnu bifreiðum sem til þessa hafa greitt þungaskatt í formi fasts árgjalds.

Það hefur verið stefna stjórnvalda á umliðnum árum að miða skattlagningu bifreiðanotkunar við afnot þeirra af vegakerfinu. Mikill meiri hluti bifreiða landsmanna notar bensin sem orkugjafa, og hefur skattlagning þeirra bifreiða farið fram með þeim hætti að innheimt er vegasjóðsgjald af hverjum bensínlítra, svo sem hv. þm. er kunnugt. Gert er ráð fyrir að gjald þetta verði óbreytt, en það er nú 16 kr. á hvern lítra. Að því er varðar skattlagningu þeirra bifreiða, er nota annað eldsneyti en bensín, er málið að því leyti flóknara, að dísilolía er auk þess að vera notuð á bifreiðar mikið notuð til húsahitunar og sem orkugjafi fyrir skip. Ef innheimta ætti vegasjóðsgjald af hverjum seldum lítra af dísilolíu á sama hátt og af bensíni yrði því að verðleggja sömu vöru á mismunandi hátt eftir því til hvaða nota hún væri ætluð. Slíkt hefur í för með sér augljósa galla og hættu á misferli.

Frá árinu 1970 hefur því skattlagning á notkun þeirra bifreiða, sem nota dísilolíu, ýmist verið þannig háttað að greitt hefur verið ákveðið fast árgjald eða dísilbifreiðar hafa verið búnar gjaldmæli og greitt þungaskatt í samræmi við fjölda ekinna km. Þegar sett voru lög um fjáröflun til vegagerðar fyrir rúmu ári var þungaskattur á minnstu dísilbifreiðum einungis hækkaður um 3 þús. kr. þrátt fyrir allnokkra hækkun á bensingjaldi. Gjald fyrir hvern ekinn km þeirra dísilbifreiða, sem búnar eru gjaldmæli, var hækkað með reglugerð s. l. sumar. Af þessum ástæðum er nú svo komið að um verulega mismunun er að ræða í skattlagningu til Vegasjóðs eftir því hvort um er að ræða annars vegar bensínbifreið eða dísilknúna bifreið með gjaldmæli eða hins vegar dísilbifreið sem greiðir skatt í formi fasts árgjalds. Úr þessum mismun er reynt að bæta svo að fylgt sé viðtekinni venju um skattlagningu í samræmi við notkun vega og svo að komið sé í veg fyrir að mismunun í skattlagningu bifreiða eftir tegundum eldsneytis hafi óeðlileg áhrif á val manna við bifreiðakaup þegar til lengdar lætur.

Sú breyting, sem nú er gerð á 5. gr. laga nr. 79/1974, miðar að því að draga úr þessum mikla mismun. Frv. gerir ráð fyrir að fast árgjald af þeim dísilbifreiðum, sem eru undir 3700 kg að leyfðri heildarþyngd, verði 126 þús. kr., og jafnframt verði eigendum þessara bifreiða gefið frjálst val um, hvort þeir greiða árgjald þetta eða setji gjaldmæli í bifreið sína og greiði eftir það gjald fyrir hvern ekinn km. Kílómetragjald fyrir bifreiðar í þessum þyngdarflokki er nú kr. 2.80 fyrir hvern ekinn km. Fast gjald, það sem nú er lagt til að verði 126 þús. kr., var áður á bilum 42000–85500 kr. eftir þyngd bifreiða, en nú er gert ráð fyrir sömu gjaldtöku af öllum bifreiðum innan framangreindra marka.

Til samanburðar um skattlagningu bensins og dísilolíu er rétt að minna á að af verði hvers lítra bensins, sem nú er 60 kr., eru greiddar kr. 34.04 í opinber gjöld, þar af 16 kr. til Vegasjóðs. Af verði hvers lítra af dísilolíu, sem nú er 32 kr., eru opinher gjöld einungis 6.91 eyrir, en ekkert vegasjóðsgjald sem fyrr segir. Hér er því um gífurlega mismunun í skattlagningu að ræða eftir því hvaða eldsneyti bifreiðin notar. Sem dæmi má enn fremur nefna að af leigubifreið með bensínvél, sem ekið er 45 þús. km árlega, er greitt 230 þús. kr. meira í skatt af eldsneyti en leigubifreið með dísilvél sem ekið er sömu vegalengd. Hér á móti má skoða hvað dísilbifreiðin greiðir meira til ríkissjóðs við innflutning og þegar það er látið koma til móts við þann mismun, sem hér um ræðir. og sú upphæð látin deilast á 3 ár, kemur út að mismunurinn er nærri 200 þús. kr.

Sem fyrr segir er eigendum þeirra bifreiða, sem hér um ræðir, gefið frjálst val um hvort þeir kjósi að greiða þungaskatt í formi fasts árgjalds eða sem gjald fyrir hvern ekinn km. Var þessi háttur hafður á eftir að samtök atvinnubifreiðastjóra andmæltu þeirri reglugerð, sem sett var á s. l. sumri, og hér er reynt að koma til móts við þá aðila sem hér um ræðir.

Í aths. með frv. þessu er gert ráð fyrir að árlegur tekjuauki Vegasjóðs vegna þessara breytinga nemi um 160 millj. kr. Tekjuauki þessi byggist á áætlun um hversu margir telji sér hag í því að setja ökumæla í bifreiðar sínar og fjölda þeirra. Sumir kjósa að greiða fast gjald. Slík áætlun hlýtur þó ætið að vera háð nokkurri óvissu.

Aðrar breytingar á fyrri lögum um fjáröflun í il vegagerðar, sem frv. hefur í för með sér, eru aðallega breytingar sem leiðir af breytingu á 5. gr.

l:g tel svo ekki ástæðu til þess að fjölyrða meira um frv., en skírskota til þess sem hér hefur verið sagt og grg. frv. og legg til, herra forseti, að frv. verði að lokinni þessari umr. vísað til 2. umr. og hv. fjh.- og viðskn.