14.10.1976
Efri deild: 3. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 15 í B-deild Alþingistíðinda. (16)

20. mál, Þjóðleikhús

Menntmrh. (Vilhjálmur Hjálmarsson):

Varðandi fyrra atriðið, um kostnaðaráætlun sem er eðlilegt að hv, þm. spyrji um, þá verður henni skilað til hv. menntmn. Við teljum að slíkar kostnaðaráætlanir verði ekki gerðar þannig að fyllilega sé tekið mark á þeim nema við njótum þar aðstoðar hagsýslunnar við. Þar hafa verið miklar annir síðsumars og ekki hefur verið frá þessu gengið, en auðvitað þarf að koma til kostnaðaráætlun í samræmi við það verðlag sem nú gildir og þá með hliðsjón af horfum.

En varðandi hitt atriðið, hvort gert hafi verið ráð fyrir þeim kostnaði, sem kynni að leiða af samþykkt þessa frv., í fjárlagafrv., þá er það ekki. Það er víst ekki venja að taka inn í fjárlagfrv. slíkan kostnað sem kynni að hljótast af samþykkt þeirra frv. sem flutt eru. Það hefur a.m.k. ekki verið gert varðandi þetta mál.