14.04.1977
Efri deild: 56. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 3096 í B-deild Alþingistíðinda. (2259)

213. mál, Skálholtsskóli

Menntmrh. (Vilhjálmur Hjálmarsson):

Herra forseti. Út af þessari síðustu ræðu vil ég aðeins taka það fram, að lýðháskólinn í Skálholti var ekki teiknaður sem biskupssetur, hús skólans í Skálholti var ekki teiknað sem biskupssetur, heldur skólahús.

En út af því að ég fór að freistast til að ræða um þessi hábölvuðu erlendu skólakerfi, — auð­vitað viljum við allir nota það besta, auðvitað hefur öllum sést yfir að einhverju leyti ein­hvern tíma, — en þessi hráskinnaleikur, að vera sí og æ að úthúða erlendu skólakerfi og eins er­lendis menntuðum mönnum, eins og átti sér stað hér í annarri deild í vetur, þetta fer orðið í taug­arnar á mér svona álíka eins og þegar menn eru að úthúða skattheimtu ríkisins, en heimta í sama orðinu margföld framlög til ýmissa góðra hluta. Mér finnst vera meira en lítill tvískinnungur í þessu öllu saman, því auðvitað þurfum við marg­oft að sækja þekkingu út fyrir landsteina eins og fleira. Þetta segi ég nú sem afsökun mína fyrir því að ég fór að rexa um þessi erlendu áhrif. Það viðurkennum við öll, að okkur hefur ekki tekist allt nákvæmlega eins og best verður á kosið. Það væri þá ekki sannur málshátturinn, að það er auðvelt að vera vitur eftir á.