14.04.1977
Neðri deild: 65. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 3115 í B-deild Alþingistíðinda. (2277)

Umræður utan dagskrár

Forseti (Magnús T. Ólafsson):

Vegna þess að hv. 3. þm. Reykv. hefur skýrt frá því, að hann hafi í gær gert sér von um að fá í hendur plagg það, sem um er að ræða, þann dag og þá talið að sér mundi væntanlega unnt að ljúka nál. fyrir fundinn í dag, þá tel ég rétt að mælt verði á þessum fundi fyrir þeim nál. sem fyrir liggja en málinu síðan frestað til nýs fundar kl. 2 á morgun í þeirri von að hv. 3. þm. Reykv. hafi þá nál. að mæla fyrir.