30.04.1977
Efri deild: 80. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 4030 í B-deild Alþingistíðinda. (3041)

Umræður utan dagskrár

Forseti (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Ég geri ráð fyrir að umr. utan dagskrár sé lokið. Ég vil aðeins taka það fram, að þingfréttaritarar Ríkis­útvarpsins hafa aðgang hér að segulböndum til þess að geta unnið úr þeim fréttir sínar, svo sem öðrum gögnum um þingmál og umr. í þinginu. Það leikur ekki vafi á því, að þetta er nauðsyn­legt til þess að það sé hægt að vinna eðlileg fréttastörf hjá Alþ. Hitt orkar hins vegar vafa­laust tvímælis, að það sé hægt að útvarpa beint af segulböndum ræðum þm. án þess að ræða um það við þá. Ég segi: orkar tvímælis, ég tek ekki fastar að orði nú. Mér var ekki kunnugt um, að þetta mál kæmi hér upp, fyrr en það var tekið til umræðu utan dagskrár, en ég tel þetta mál þess eðlis að það þurfi að athuga sérstaklega. Ég mun sjá um að það verði gert, og það mun ég gera í samráði og ásamt öðrum forsetum þings­ins, hæstv. forseta Sþ. og hæstv. forseta Nd., þannig að það leiki enginn vafi á þeim reglum sem við viljum hafa í þessu efni svo og að þeim reglum, sem eru eða við kunnum að setja, verði réttilega framfylgt.