30.04.1977
Efri deild: 80. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 4031 í B-deild Alþingistíðinda. (3043)

234. mál, Iðnlánasjóður

Frsm. (Jón G. Sólnes):

Herra forseti. Iðnn. þessarar hv. þd. hefur fjallað um frv. það sem hér er á dagskrá, og hefur n. orðið sammála um að mæla með samþykkt þess. Einstakir nm. áskilja sér rétt til þess að flytja brtt. við frv. og fylgja. Nál. þetta er birt á þskj. 627.

Aðeins, áður en ég vík úr ræðustóli, vil ég geta þess, þó ég sé ekki að flytja brtt. við þetta frv., og láta koma fram þá skoðun mína, að þegar þessi lög hafa öðlast gildi og koma til framkvæmda, þá mun ég skilja þau þannig, þó að hér sé sérstaklega talað um lánadeild veiðar­færaiðnaðar, að þá ættu aðgang að væntanlegri lánadeild fyrirtæki sem annast viðhaldsþjónustu veiðarfæra í landinu. Hér er um mörg fyrirtæki að ræða, — fyrirtæki sem hafa þurft að leggja í mjög fjárfrekar framkvæmdir til þess að geta sinnt því mikla þjónustuhlutverki sem þau gegna fyrir flota landsmanna og sjávarútveginn í heild. Því er það, að ég vildi láta koma fram og fá skráðan í þingtíðindum þann skilning sem ég legg í samþykkt þessa lagafrv.