04.05.1977
Efri deild: 88. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 4276 í B-deild Alþingistíðinda. (3335)

121. mál, veiting ríkisborgararéttar

Frsm. (Ingi Tryggvason):

Herra forseti. Frv. til 1. um veitingu ríkisborgararéttar er komið aftur til hv. Ed. frá hv. Nd. með þeirri breytingu, að bætt hefur verið við einum umsækjanda um ríkisborgararétt, færeyskri konu sem er búsett hér á landi og er búin að vera það lengi og er ekki ágreiningur um það í allshn. Ed. að mæla með þessari breytingu.

Til viðbótar þessu hafa borist nú á síðustu stundu fjórar umsóknir um veitingu ríkisborgararéttar. Hv. allshn. Ed. er sammála um að mæla með þessum umsóknum öllum. Þetta eru tvö börn, ung, móðirin íslensk og hefur um­ráðarétt yfir börnunum, og tveir bræður um eða yfir tvítugt sem eru af íslensku bergi brotnir og eru búnir að vera hér í mörg ár, eiga ís­lenska foreldra. Það eru meðmæli frá dómsmrn. með þessum umsóknum öllum og enginn ágrein­ingur um það í allshn. að mæla með því, að þessar umsóknir verði teknar til greina. En rétt er að geta þess, að þessi brtt., sem hér er, þarf að fara aftur til Nd.