08.12.1976
Neðri deild: 18. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 1039 í B-deild Alþingistíðinda. (722)

106. mál, innflutningur á olíupramma

Landbrh. (Halldór E. Sigurðsson):

Hæstv. forseti. Frv. á þskj. 125 er flutt vegna þess, svo sem kemur fram í grg. þess, að fyrirtækið Olíumöl hf. hefur nú um nokkurt skeið notað pramma til flutnings á efni vegna malbikunarframkvæmda víðs vegar um land. Vegna þess hvað gamall prammi þessi er orðinn hefur ekki verið unnt að skrá hann hér á landi, en slíkt er nauðsynlegt ef nota á hann til frambúðar, m.a. vegna ákvæða tollalaga. Með hliðsjón af notagildi prammans og vegna þeirrar hagkvæmni sem næst í jafnmikilvægum framkvæmdum og malbikun er sé slíkum flutningamálum beitt hefur ríkisstj. ákveðið að flytja frv. þetta sem hér liggur fyrir. Sem fordæmi má nefna allmörg lög um sama efni og nú siðast lög nr. 99/1961, um innflutning hvalveiðiskipa. En undanþága slík sem hér um ræðir, er ekki heimil skv. lögum nema með leyfi Siglingamálastofnunarinnar sem var ekki fyrir hendi.

Ég sé ekki ástæðu til að fara fleiri orðum um þetta frv., en legg til, virðulegi forseti, að að lokinni þessari umr. verði því vísað til 2. umr, og hv, samgn.