19.12.1977
Efri deild: 41. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 1490 í B-deild Alþingistíðinda. (1166)

98. mál, löndun á loðnu til bræðslu

Stefán Jónsson:

Aths. verður örstutt, herra forseti. — Það er náttúrlega svona og svona að nefna það sem fordæmi um lagasetningu, þó að hv, þm. Eggert G. Þorsteinsson hafi skrifað ýmiss konar ráðherrabréf í stól sínum, eins og hann sagði, í sinni ráðherratíð sem sjútvrh. Þar er ekki um að ræða lagasetningu eða fordæmi fyrir lagasetningu. Hér er um að ræða við setningu þessara laga, einsdæmi og ég segi fyrir mig, og ég reikna með því alveg fastlega að ég geti sagt það fyrir munn Jóns Árm. Héðinssonar líka, að við ætlumst ekki til þess að Ísafold verði gert að halda sjó í vondum verðrum fyrir norðan til þess að komast til hafnar þar, ef þar eru allar loðnuhafnir fullar af loðnu á vetrarvertíð. Hv. þm. Eggert G. Þorsteinsson veit jafnvel og við allir, að vetrarloðnan heldur sig ekki fyrir Norðurlandi og þar er æ pláss hjá verksmiðjunum fyrir loðnu að vetri.

Hann viðurkennir að skipstjóri hefur haft ákveðin fyrirheit uppi þegar hann hefur verið að sækjast eftir heimildinni til þess að veiða vetrarloðnuna hérna. Þau fyrirheit hafa verið notuð sem forsendur í viðræðum við alþm. Í skjóli þeirra fyrirheita er þetta mál komið inn á þing og sjálfsagt er að kveða á um þetta í lögum.