19.12.1977
Efri deild: 42. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 1510 í B-deild Alþingistíðinda. (1198)

126. mál, almannatryggingar

Frsm. minni hl. (Helgi F. Seljan):

Herra forseti. Eins og fram kom í áliti meiri hl., sem hv, þm. Oddur Ólafsson mælti fyrir áðan, varð heilbr.- og trn. ekki sammála um afgreiðslu þessa frv. Við í minni hl., hv. þm. Eggert G. Þorsteinsson, 4. landsk, þm., skilum séráliti um þetta frv.

Það verður að segjast eins og er, að hugvitssemi hæstv. ríkisstj. í skattheimtu er þó alla vega mikil og að mörgu leyti til fyrirmyndar hvað hugvitssemi snertir, þó að nærgætni sé kannske örlitlu minni. Sama er að segja um það, að mér þykja hæstv. ráðh, einnig vera býsna miklir snillingar í nafngiftum á skattheimtu sinni. Við erum enn þá að fjalla hér um tímabundið vörugjald, eins og það á að heita, þó að í raun og veru væri frekar um að ræða, eftir því sem manni skilst, óafturkallanlegt vörugjald. (Gripið fram í: Er það ekki tímabundið?) Jú, það er tímabundið, sérstakt tímabundið vörugjald. En ég skil það svo, að þetta eigi aðeins að gilda mjög skamman tíma, enda var það túlkað þannig í upphafi, það fer ekki á milli mála.

Viðlagagjaldið hefur verið innbyrt í ríkissjóð. Olíugjaldið er nú horfið að 2/3 almennt inn í fjári. og kemur ekki nema að rétt 1/3 inn í það upphaflega verkefni sem því var ætlað að sinna. Og svo fáum við á ári hverju frv. til l. um breyt. á l. um almannatryggingar og þar er mönnum komið nokkuð á óvart. Menn vita að hæstv. ráðh, hefur sett á fót endurskoðun almannatryggingalaganna, og í hvert skipti sem menn líta frv. um breytingu á almannatryggingalögunum, þá reikna þeir með að nú sé hinni langþráðu endurskoðun lokið, og menn setja það í samband við umbætur og lagfæringar, því að hvort tveggja á rétt á sér, bættar reglur um margt vegna misnotkunarhættu, en úrbætur á því, sem enn er ógert, þó enn brýnni. Þetta halda menn eðlilega að sé á döfinni þegar frv. um breytingu á lögum um almannatryggingar koma fram, en þá er aðeins um að ræða skattheimtu og hana af lakara taginu. Þó að hæstv. ráðh. séu þannig að koma fólki á óvart með nafngiftum sínum og öðru slíku, þá kemur þetta mál þó ekki með öllu á óvart. 1975 voru tryggingamál á dagskrá með þessum sérstæða hætti, en aðeins til bráðabirgða, eins og hæstv. ráðh. sagði þá í umr, í Ed., enda mundi þetta ekki gilda nema á árinu 1976, aðeins eitt ár. Þetta var gert með tilliti til þess ástands sem þá var. Síðan átti að koma góðæri, betri tímar og betri ráð. Góðærið kom, en annað ekki, og nú skal bætt um betur.

Frv. um sjúkratryggingagjald var upphaflega sett eftir harðar deilur innan stjórnarflokkanna, harðar deilur um skattheimtu og aðferðir í skattheimtu. Okkur var þá sagt, að það hefði tekið breytingum dag frá degi, og niðurstaðan birtist fáum dögum fyrir þinglok. Þá var ekki aðeins um það að ræða, að skattheimtan sjálf væri gagnrýnd, heldur aðferðin einnig. Við bentum þá á það, að bæði álagningar- og innheimtuaðilinn væri rangur, Því var mótmælt harðlega að vonum. En þá var þetta gert til þess að sýna þó ekki væri nema á pappírnum — vissan samdrátt sem þessu næmi í ríkisumsvifum. Sem betur fer hefur verið horfið frá þessu ráði, enda mótmælti Samband ísl. sveitarfélaga kröftuglega þessari lagasetningu þá, en á það var ekki hlustað. Ég virði það, að að þessu leyti hefur verið tekið undir orð okkar stjórnarandstöðumanna, þó að ekki mætti hlusta á þau á sínum tíma. Nú er þó réttur aðili, sem leggur á og innheimtir. Það kemur þó ekki til af góðu, eins og kemur fram í aths. með þessu frv. Aðferðin reyndist sem sagt illa hvað skjót skil snerti og innheimtan var ekki eins árangursrík og fljótvirk og menn höfðu vonað. Þá var breytt til og skilst manni að þetta hafi mestu um ráðið.

Á það var deilt á sínum tíma, hve ranglæti þessarar aðferðar, skattheimtunnar sem slíkrar, væri mikið. Nú er þetta ágreiningsefni og deiluefni viðurkennt að hluta í undatekningarákvæðum laganna, svo sem þau skulu nú vera. Ég man það greinilega frá afgreiðslu þessara laga um sjúkratryggingagjaldið á sínum tíma, að þá mátti ekki einu sinni samþykkja till. frá okkur hv. þm. Geir Gunnarssyni um það að undanþiggja tekjutryggingarfólkið þessu 1% gjaldi. Strax á næsta sumri varð þó nokkur lagfæring á þessu, enda í raun og veru ekki á öðru stætt.

Ég skal reyna að hafa ekki um þetta mörg orð: Þetta mál var mjög umrætt á sínum tíma, og auk þess hefur veríð mjög um það fjallað í Nd. og þar haldnar langar og snjallar ræður bæði með og móti þessu frv.

Við tökum það fram í okkar minnihlutaáliti, hvað við teljum helst ranglátt við þessa skattheimtu. Nú er ég ekki að segja að hér sé um verstu skattheimtu að ræða, ég tek það skýrt fram, vegna þess að að sumu leyti er brúttóskattur, ef við lítum á hann sem skatt einan út af fyrir sig, að mörgu leyti eðlilegur ef visst tillit er tekið til aðstæðna. Við álagningu þessa skatts er hins vegar ekkert tillit tekið til fjölskyldustærðar. Nú skal það viðurkenni, að það er í mjög smáum mæli gert varðandi útsvarið, í allt of smáum mæli, enda höfum við Alþb.menn flutt um það till., að sá frádráttur, fjölskyldufrádráttur til útsvars, verði færður til samræmis við það sem hann var í upphafi þegar tekjustofnalögin voru sett, en það hefur ekki fengist fram.

Í öðru lagi hlýtur þessi skattur, þó ekki sé um nema 2% að ræða, að leggjast á mjög lágar tekjur, og það sannar það best, hve mikill fjöldi það er, umfram þá, sem greiða tekjuskatt, sem greiða sjúkratryggingagjald og á eftir að greiða þrátt fyrir þær breytingar sem hafa verið gerðar á frv. Þetta hefur líka orðið svo, að hv. stjórnarsinnum í Nd. hefur blöskrað svo þessi aðferð, að þeir hafa lagfært mjög undantekningarákvæðin varðandi aldraða og öryrkja. Ber að virða það þegar hv. þm. hafa vit fyrir ríkisstj. sinni.

Ég bendi á það einnig, að sannleikurinn er sá, að mörg sveitarfélög leggja ekki útsvar á íbúa sem eru eldri en 70 ára, Það er æðilangt síðan sumir staðir tóku þetta upp. Ég man að Neskaupstaður var fyrstur staða eystra til að taka upp þetta fyrirkomulag, og ég man að erfitt var að ná þessu fram í mínu heimahéraði, en þykir reyndar sjálfsagt nú. Það þykir sem sagt sjálfsagt í sveitarfélögunum að þeir, sem hafa unnið í sveitarfélögunum langan og góðan vinnudag, séu ekki útsvarsskyldir eftir sjötugt, nema þá um alveg sérstaklega háar tekjur sé að ræða. Hins vegar veit ég að í Reykjavíkurborg er þetta framkvæmt með öðrum hætti, enn þá er lagt hér á fólk sem komið er yfir sjötugt, þó að það sé að vísu minna en á aðra. Þar hefur eitthvað verið slakað á hin allra síðustu ár. Og það er auðvitað skiljanlegt með þá hjá Reykjavíkurborg, að þeir geri þetta, vegna þess að þeir virðast þurfa að sýna öðrum tilhliðrunarsemi frekar, lifað ég sé ekki betur en aðstöðugjöld þeirra sýni að þeir veiti þar þeim mun ríflegri afslátt sem þeir leggja hastarlegar á útsvörin. Og ég hef talið, að úr því að hæstv. ríkisstj. tók upp þá snjöllu aðferð að leggja á gjaldstofn útsvara ákveðið sjúkratryggingagjald, þá hefði hún einnig átt að koma auga á hinn aðaltekjustofn sveitarfélaganna, aðstöðugjöldin, þannig að fyrirtækin hefðu líka tekið þarna einhvern þátt í, ekki síst þegar það er upplýst að þau eru mörg hver skattlaus með öllu hvað varðar tekjuskatt þótt velta þeirra skipti mörgum milljörðum.

Við bendum á það í okkar nál. að hér sé um aukna skattheimtu að ræða, en einmitt í samningum við verkalýðshreyfinguna í vor var það skýrt fram tekið af hálfu ríkisstj., að verið væri að semja um lækkun á sköttum, enda var það framkvæmt varðandi tekjuskattinn. Nú er ég þeirrar skoðunar, að það sé ekki mikilvægasta réttarbótin á sviði skattheimtu sem verkalýðshreyfingin getur fengið, að fá lækkun á tekjuskatti, og get lýst mig ósammála þeim Alþýðusambandsmönnum, sem hafa alltaf lagt megináherslu á það. Það skal skýrt tekið fram. En það er ljóst, þar sem skattheimtan nú er aukin með þessu móti og auk þess með því að röng skattvísitala gildir bæði fyrir þetta ár og einnig það næsta, að þá hefur þessi skattalækkun, sem um var samið beint í samningunum, veríð tekin aftur að fullu og þetta bætist svo við.

Mönnum hefur einnig orðið nokkuð tíðrætt um það, hvernig nú á að hækka gjaldskrá lyfja og gjaldtöku fyrir sérfræðiþjónustu. Ég veit að fyrir fjölmarga er þetta ekki stórt atriði fjárhagslega, en ég veit það einnig, að þrátt fyrir það að nokkur lyf t.d. séu þarna undanskilin, þá er þetta engu að síður tilfinnanlegt fyrir marga sem einmitt hafa litlar tekjur. Nú er það rétt, sem fram hefur komið hjá hæstv. ráðh., að hér mun ekki hafa verið um hreytingu að ræða síðustu tvö ár, og ég fagna því, að það skuli ekki hafa verið gagnvart þessu fólki sem þarf mikið á lyfjum að halda, en ekki fellur þó undir þessar undantekningar. Um þetta þekki ég og auðvitað við allir mörg dæmi. En engu að síður verður þó að telja að hér sé um allstórt stökk að ræða, og þó að menn almennt finni ekki mikið fyrir þessu, þá eru það engu að síður allt of margir og allt of margir þeirra, sem eru verst staddir, sem áreiðanlega eiga eftir að finna fyrir þessari gjaldskrárhækkun.

Ég var t.d. að hugsa um aldraða frænku mína sem ég tók einmitt dæmi af í umr. 1975. Miðað við þá lyfjanotkun, sem henni er ráðlagt af lækni, er áreiðanlegt að þarna er umtalsverð upphæð sem ég hef ekki reiknað saman, en mér sýnist í fljótu bragði að geti þó munað fyrir hana hátt í 20 þús. kr, Það er mikil upphæð fyrir þessa öldruðu konu, sem þarf að vísu að nota mikil og margvísleg lyf og þ. á m. að vísu eitt sem er undanþegið þessu. Ég held þess vegna að það verði staðreyndin, að fyrir flesta sé þetta ekki stórt atriði, en viðbót þó engu að síður við allt annað. En fyrir hina, sem þurfa verulega á lyfjum að halda og er ráðlagt það af læknum, verður hér um verulega viðbót að ræða, — viðbót, sem kemur nú í einu stökki, sem kemur nú í einni gusu ofan á annað, sem nú er verið að leggja á fólk, og verður þess vegna drjúgt til viðbótar.

Ég skal ekki orðlengja frekar um þetta. Umr. í Nd, voru það ítarlegar og miklar að ég sé ekki ástæðu til þess að fara frekar út í þetta. En með tilliti til þess, sem við segjum í okkar nál., og margra annarra atriða, sem ég hef hér rifjað upp, þá leggjum við hv, þm. Eggert G. Þorsteinsson til, að frv. verði fellt.