19.12.1977
Efri deild: 43. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 1514 í B-deild Alþingistíðinda. (1207)

98. mál, löndun á loðnu til bræðslu

Jón G. Sólnes:

Herra forseti. Sjútvn. þessarar hv. d. hefur fjallað um það frv., sem hér er til umr., og hefur orðið sammála um að skila svo hljóðandi áliti:

„Nefndin hefur athugað frv. og mælir með samþykkt þess, en lítur svo á, að löndunarsvæði á vetrarvertíð eigi fyrst og fremst að vera á svæðinu frá Patreksfirði norður um til Seyðisfjarðar.

Steingrímur Hermannsson, hv. 2, þm. Vestf., sat hjá við afgreiðslu málsins.

Stefán Jónsson, hv. 5. þm. Norðurl. e., var fjarverandi afgreiðslu málsins.“