20.12.1977
Sameinað þing: 35. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 1635 í B-deild Alþingistíðinda. (1340)

1. mál, fjárlög 1978

Fjmrh. (Matthías Á. Mathiesen):

Herra forseti. Það eru örfá atriði í sambandi við afgreiðslu fjárl. sem ég vil koma hér á framfæri. En áður en ég kem að því vil ég gjarnan víkja að því sem hv. 5. landsk. þm, ræddi um áðan, þ.e.a.s. dagvistarheimilum og þeim umr, sem um þau fóru fram á liðnu sumri.

Ég held að það sé verulegt átak gert í framlögum til dagvistunarheimila í fjárlagafrv. og bætt þar við í þeim brtt, sem fjvn. hefur flutt. Ef ég man rétt eru í fjárl. ársins í ár 110 millj., fjárlagafrv. gerir ráð fyrir 165 millj. og brtt. hækka það upp í 180 millj. Hér er um. að ræða töluvert miklu meiri hækkun á þessum fjárfestingarlið fjárlagafrv, heldur en öðrum, nærri 100% meiri hækkun en á öðrum fjárfestingarliðum frv. Ég tel því að töluvert átak hafi verið gert í því að leggja fram fé til dagvistarheimila.

Varðandi fjárlagafrv. og lánsfjáráætlunina er atriði sem þarfnast skýringar og grg. hér, en það er varðandi framkvæmdir á sviði raforkumála á Vestfjörðum. Eins og fram hefur komið hér á Alþ. er áformað að Orkubú Vestfjarða hefji starfsemi um næstu áramót. Gert er ráð fyrir að Orkubúið taki við öllum eignum og rekstri Rafmagnsveitna ríkisins á Vestfjörðum. Í lánsfjáráætlun er hins vegar í sambandi við lántökur til orkuframkvæmda gert ráð fyrir að það verði Rafmagnsveitur ríkisins sem taki lán og sjái um framkvæmdir að öllu leyti, og undir þann lið heyra framkvæmdir orkumála á Vestfjörðum. Það verður að sjálfsögðu þannig frá þessum málum gengið þegar í upphafi næsta árs, er lánsfjáráætlun kemur til framkvæmda, að því fé, sem ætlað er til framkvæmda á yfirráðasvæði Orkubús Vestfjarða, og lántökum þeirra vegna verði veitt til Orkubúsins og þær því dregnar frá þeim upphæðum sem gert er ráð fyrir að Rafmagnsveitur ríkisins fái til almennra framkvæmda á árinu 1978. Það er á bls. 13 í lánsfjáráætluninni, töflu II, sem upp eru taldar með krónutölu þær framkvæmdir sem Rafmagnsveltum ríkisins er ætlað að sjá um, Af þeim framkvæmdum kemur Orkubú Vestfjarða til að yfirtaka vegna framkvæmda á Vestfjörðum: Mjólkárvirkjun 10 millj. kr. Stofnlínur: Gemlufall-Breiðidalur 10 millj. kr. Breiðidalur-Bolungarvík 60 millj. kr. Aðveitustöðvar:

Breiðidalur 215 millj, kr. Bolungarvík 132 millj. kr. Hluti af eftirtöldum liðum, sem þar eru með hærri upphæðir, fellur til Orkubús: Innanbæjarkerfi 48 millj. kr, Styrking sveitaveitna 3 millj. kr. Dísilstöðvar 5 millj, kr. Vélar og tæki 15 millj. kr. Aðstöðusköpun 10 millj, kr. Ófyrirséð 12 millj. Samtals er hér um að ræða 521 millj. kr. Eru þessar tölur fram settar og komnar frá Rafmagnsveitum ríkisins og í fullu samkomulagi við þær. Þannig mun með þetta mál farið, eins og ég hef hér vikið að, þegar framkvæmd lánsfjáráætlunar hefst á næsta ári.

Þá hafa verið til umr. í sambandi við afgreiðslu fjárlaga greiðslur til Sjúkrahúss Vestmannaeyja, en það eru tæpar 100 millj. kr, sem talið er og samkomulag er um að ríkissjóður skuldi sjúkrahúsinu. Samkomulag er á milli fjmrn, og bæjarstjórans í Vestmannaeyjum um að sú upphæð greiðist á árunum 1978 og 1979.

Varðandi þau mál, sem hafa verið í fréttum undanfarið, þ.e.a.s. þá sjóskaða sem átt hafa sér stað við suðurströndina, þá er að finna í till. fjvn. heimild fyrir lántökur fyrir Hafnarbótasjóð til þess að mæta hluta þess tjóns sem orðið hefur, Hér er um að ræða tjón allt frá Grindavík og alla leið austur að Hornafirði. Það er hins vegar enn óljóst, hversu mikið tjónið hefur orðið og hvers eðlis það er, Hér er lántökuheimild fyrir Hafnabótasjóð, en málið í heild verður tekið til sérstakrar athugunar og aðgerða hjá ríkisstj. þegar niðurstöður hafa fengist þar að lútandi.

Ég vildi láta þetta koma hér fram til þess að forðast misskilning varðandi afgreiðslu þessara mála.

Ég vil að lokum víkja að atriði sem gjarnan hefur verið til umr. og ég hef vikið að í umr. hér á Alþ., en þar á ég við, með hvaða hætti hægt er að draga úr ríkisumsvifum og hvort ekki sé rétt að koma ýmissi framleiðslu- og þjónustustarfsemi, sem hið opinbera hefur með höndum, til einstaklinga og samtaka þeirra og þar sé betur fyrir þeim séð, og jafnframt, hvort aðild ríkisins að atvinnustarfsemi í landinu í samkeppni við einkaaðila sé æskileg.

Það var 30. mars s.l. sem skipuð var n. til að meta þessi mál og gera till. þar að lútandi. Það kom fram við 1. umr. fjárlaga, í ræðu minni þá, að búast mætti við áfangaskýrslu frá þessari n. nú við afgreiðslu fjárl. Mér barst í gær erindi frá n. sem mér finnst rétt og eðlilegt að frá sé skýrt hér, sér í lagi þar sem vikið var að þessu máli og gerð grein fyrir því, að fyrstu till. væri að vænta frá þessum aðilum við afgreiðslu þessara fjárl. Ég tel rétt að lesa bréfið upp hér. Ég á hins vegar ekki von á því, að tilefni sé til langra umr, hér, enda engar ákvarðanir teknar eftir að bréfið var lagt fram á ríkisstjórnarfundi í morgun. En þar segir, með leyfi forseta:

„Hinn 30. mars s.l. skipuðuð þér okkur undirrituð í n. til að meta, hvort framleiðslu- og þjónustustarfsemi, sem hið opinbera hefur með höndum, sé betur fyrir komið hjá einstaklingum eða samtökum þeirra, og jafnframt, hvort aðild ríkisins að atvinnustarfsemi í landinu í samkeppni við einkaaðila sé æskileg.

N. hefur lokið afgreiðslu tveggja mála, er varða Landssmiðju og Siglósíld. Álitsgerð n, um þessi tvö fyrirtæki fylgir bréfi þessu.

Meginniðurstaða n. um Landssmiðju er sú, að sem ríkisfyrirtæki skuli hún lögð niður og þeir fjármunir fyrirtækisins, sem ríkið kýs ekki að nota til annarrar starfsemi, verði seldir.

Um Siglósíld er meginniðurstaða n. sú, að gerðar verði ráðstafanir til þess að selja fyrirtækið, t.d. með þeim hætti, að hrein eign fyrirtækisins yrði seld aðilum sem stofnuðu félag til að kaupa og reka fyrirtækið, eða með þeim hætti, að ríkið stofnaði fyrst hlutafélag um reksturinn og seldi að því búnu meiri hl, aðilum sem vildu standa saman að rekstrinum.

N. hefur unnið að athugunum á tveim öðrum ríkisfyrirtækjum: Ferðaskrifstofn ríkisins, og Bifreiðaeftirliti ríkisins. Þessi athugun er á lokastigi og er till. að vænta innan skamms tíma. Allmörg önnur fyrirtæki ríkisins eru á verkefnaskrá n. Mun n. á næstunni meta hvort æskilegt sé að seld verði hlutabréf ríkisins í ýmsum fyrirtækjum, t.d. í Slippstöðinni á Akureyri og í Þormóði ramma á Siglufirði.

Virðingarfyllst,

Gísli Blöndal. Guðríður Elíasdóttir.

Ingi Tryggvason. Ólafur Sverrisson.

Steinþór Gestsson. Víglundur Þorsteinsson,

Örn Vilhjálmsson, form. n.

Eins og ég gat um áðan og eins og fram kemur í þessu bréfi, er hér um að ræða fyrsta áfanga í því starfi sem þessari n. var falið. Jafnóðum og hún gerir till, mun þm. að sjálfsögðu gert það kunnugt, og þær till., sem frá n. koma, munu að sjálfsögðu skoðaðar og tekin afstaða til þeirra af ríkisstj. og þá niðurstaðan gerð þm. kunnug.