24.01.1978
Sameinað þing: 38. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 1756 í B-deild Alþingistíðinda. (1486)

333. mál, starfsemi Hafrannsóknarstofnunar

Fyrirspyrjandi (Jón Árm. Héðinsson):

Herra forseti. Það er ekki raunverulega meira um þetta að segja. En þetta aðeins gefur manni tilefni til þess að vekja athygli á því, að við gerðum hér raunar fsp. báðir. Þegar maður verður var við svona mikla fjárfestingu og þessar breytingar, sem ekki eru lagðar hér fram, en við fáum síðar, og það er verið að gagnrýna raunar, eins og kom fram í orðum síðasta ræðumanns, fjáraustur af hálfu Alþ., þá eigum við eðlilega kröfu á því að fá glögga grg. um allt, Og ég vil ítreka þakkir mínar til hæstv, sjútvrh. fyrir að hafa tekið þátt í þessum umr. og með svona góðum upplýsingum, vegna þess að bæði þetta dæmi og mörg önnur, sem maður gæti nefnt ef maður vildi, stuðla að því að fjármunir ríkisins renna oft undarlega hljótt og í stríðum straumum burt fram hjá ákvarðanatöku Alþingis.