26.04.1978
Neðri deild: 83. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 3974 í B-deild Alþingistíðinda. (3144)

152. mál, þinglýsingalög

Sighvatur Björgvinsson:

Virðulegi forseti. Eins og fram kemur í nál. á þskj. 700 rita ég undir nál. með fyrirvara. Ástæðan er sú, að mál þetta var tekið til umr. á fundi allshn. í gærmorgun og það afgreitt á einum klukkustundarlöngum fundi. Mér er tjáð að þær breytingar, sem gera á með samþykkt þessa frv., séu fyrst og fremst tæknilegs eðlis, til þess gerðar að tryggja rétt manna og auka öryggi við þinglýsingar og annað sambærilegt. Hins vegar vannst n. ekki tími til að skoða frv. nægilega vel og ég ritaði því undir nál. með fyrirvara. Ég verð að segja eins og er, að mér eru ekki fullljósar þær breytingar sem þarna á að gera vegna þess hve skamman tíma n. hafði til umráða til að fara yfir þetta mál. En ég sé enga ástæðu til að leggjast gegn því, að frv. verði afgreitt.