26.04.1978
Neðri deild: 83. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 3977 í B-deild Alþingistíðinda. (3170)

227. mál, aukatekjur ríkissjóðs

Frsm. (Ólafur G. Einarsson) :

Hæstv. forseti. Þetta frv. er flutt samhliða frv. til l. um stimpilgjald, en ég mælti áðan fyrir nál. um það frv. Með þessu frv. er lagt til að þinglýsingargjald í núverandi mynd verði fellt niður og sameinað stimpilgjaldi, en í stað núverandi þinglýsingargjalds er lagt til að dómsmrh. ákveði með reglugerð fast gjald fyrir hverja þinglýsingu og yrði það óháð fjárhæð þess gjalds sem þinglýst er.

Fjh.- og viðskn. þessarar hv. d. leggur einróma til að frv. verði samþykkt.