08.11.1977
Sameinað þing: 14. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 564 í B-deild Alþingistíðinda. (371)

1. mál, fjárlög 1978

Sighvatur Björgvinsson:

Herra forseti. Ræðan skal vera örstutt. Ég verð að segja eins og er, að nú kom hæstv. fjmrh. og bætti um betur, þegar hann upplýsti að hæstv. fyrrv. fjmrh. hefði tekið við fjárlagafrv. úr hendi formanns fjvn. Ég hélt að yfirleitt gengi þetta öfugt fyrir sig, að sá, sem væri formaður fjvn. hverju sinni, tæki við fjárlagafrv. úr hendi fjmrh. Ef fyrrv. fjmrh., sem á að leggja fjárlagafrv. fram á hv. Alþ., hefur ekki verið meiri stjórnandi en svo, að hann hafi tekið við fjárlagafrv. úr hendi hv. núv. 11. landsk. þm., sem þá var formaður fjvn., þá list mér ekki á.