10.11.1977
Sameinað þing: 15. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 600 í B-deild Alþingistíðinda. (404)

320. mál, Íslenskir aðalverktakar

Fyrirspyrjandi (Lúðvík Jósepsson):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. utanrrh. greið og glögg svör. Það var aðeins einn liður sem mér sýndist vera heldur óljós, en það er í sambandi við gengishagnað, því nú á dögum fer gengislækkun fram á þann sigandi hátt sem menn þekkja. Gengið er alltaf að síga og sveiflast því ekki um 10% í einu, svo að það kallar ekki á þá endurskoðun sem gert er ráð fyrir. Þarna getur því orðið um alldrjúgan gengishagnað að ræða þrátt fyrir þetta atriði, og væri gott að fá nánari upplýsingar um það við tækifæri.