22.11.1977
Sameinað þing: 21. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 757 í B-deild Alþingistíðinda. (529)

Rannsókn kjörbréfs - varamaður tekur þingsæti

Frsm. (Friðjón Þórðarson):

Herra forseti. Kjörbréfanefnd hefur athugað kjörbréf Halldórs Blöndals ritstjóra sem gefið er út af landskjörstjórn 10, júlí 1974. Axel Jónsson, 10. landsk. þm., víkur nú af þingi, fer til útlanda í opinberum erindum, og tekur þá 1. varamaður uppbótarþm. Sjálfstfl. sæti hans. Þar sem séra Ingiberg J. Hannesson hefur nú tekið sæti á Alþingi sem 4. þm. Vesturl., ber samkv. þeirri venju, sem fylgt hefur verið, að lita svo á að Halldór Blöndal færist upp og taki fyrsta varauppbótarþingsætt Sjálfstfl., eins og hér er gert ráð fyrir.

Kjörbréfanefnd hefur athugað kjörbréf Halldórs Blöndals og leggur til að kosningin verði tekin gild og kjörbréfið samþykkt.