18.10.1977
Sameinað þing: 6. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 106 í B-deild Alþingistíðinda. (72)

6. mál, starfshættir Alþingis

Ragnar Arnalds:

Herra forseti. Ég kemst ekki hjá því að fara nokkrum orðum um svör hv. hm. Gylfa Þ. Gíslasonar, formanns þingflokks Alþfl., enda þótt þau væru öll bersýnilega út í hött, miðað við þá ábendingu sem ég kom með áðan. Hann kom einfaldlega hvergi nærri því máli sem ég var að reifa — hvergi. Ég var ekki að ræða það í fyrri ræðu minni, hvort umr. utan dagskrár ættu rétt á sér eða ekki. Reyndar tók ég skýrt fram að ég teldi að umr. utan dagskrár ættu fyllsta rétt á sér, og ég sagðist búast við að það væri óumdeilt. Ég var ekki heldur að ræða það, hvort umr. utan dagskrá ættu oft rétt á sér eða sjaldan rétt á sér, og enn síður var ég að átelja einn eða neinn flokk fyrir að hafa hafið umr. utan dagskrár oftar en einhver annar flokkur. Ég hef að vísu ekki tölfræðina við höndina og get ekkert um það sagt, hvort fullyrðing hv. þm. sé rétt, að við Alþb.-menn höfum á þessu kjörtímabili átt oftast frumkvæði að því að mál væru rædd utan dagskrár. Það má vel vera að svo sé. Ég er samt ekkert viss um það, og ég er sannfærður um að á kjörtímabilinu sem var á undan þessu, þegar aðrir flokkar voru í stjórnarandstöðu. þá áttu þeir metið. Þannig hefur þetta gjarnan verið og hlýtur að vera og er ekkert óeðlilegt við það. Það segir sig sjálft, að stjórnarandstöðuflokkar eiga miklu frekar frumkvæði að því að mál séu rædd utan dagskrár.

Hitt skiptir öllu máli, hvort óskað er eftir umr. utan dagskrár um mál, sem þolir ekki hið, eða hvort menn eru bara að kveðja sér hljóðs utan dagskrár til þess að vekja athygli á sjálfum sér eða á einhverju þingmáli sem þeir eru að hugsa um að flytja einhvern tíma seinna meir, eins og hv. þm. hafði frumkvæði að í upphafi þings.

Ég var ekki heldur að ræða það, hvort kosningalögin og kjördæmaskipunin væru mikilvægt mál eða ekki. Auðvitað erum við hv. þm. innilega sammála um að hér er um mjög mikilsverð mál að ræða. Enginn hefur dregið það í efa.

Ég var ekki heldur að ræða það, hvort hugmyndin um breytt kosningalög væri komin upp í hópi Alþb: manna eða í hópi Alþfl: manna og hvort hún hefði þá lekið úr einni áttinni í aðra. Það er gersamlega utan við umræðusvið, eins og hér hefur komið fram, og enginn annar en hv. þm. Gylfi Þ. Gíslason lætur sér detta í hug að draga það inn í umr. Það er alls ekki það sem málin snúast um.

Ég var hins vegar að vekja á því athygli, að formaður Alþfl. telur rétt í þeirri till., sem hér er til umr., að takmarka umr. utan dagskrár við mál sem eru aðkallandi og þola ekki bið, og einmitt í því sambandi nefndi ég dæmi um hið gagnstæða. Ég veit að hv. þm. gerir sér fullkomlega ljóst hvað var raunverulega til umr., enda þótt hann kjósi að þykjast ekkert skilja og svara út í hött. Auðvitað er spurningin sem hér er verið að ræða um, vegna þess dæmis sem ég nefndi, hvort Alþfl, hefði ekki í þessu tilviki átt að vekja athygli á því, sem hann vildi koma hér á framfæri, með þinglegum hætti. Það er spurningin sem málið snýst út af. Í dag er fyrsti fsp: dagurinn, í dag er fyrstu fsp. svarað, og hefði fsp. hv. þm. komið fram með eðlilegum hætti, þá hefði hún komið þar inn í fsp: röðina sem hún átti heima, en hún hefði ekki verið tekin fram fyrir allar aðrar fsp., sem menn óskuðu eftir að bera upp í þinginu. Hún hefði komið í réttri röð. Og spurningin, sem ég er hér að varpa fram, er þessi: Verða ekki að vera einhver sérstök rök fyrir því, að spurning af þessu tagi sé tekin fram fyrir allar aðrar og hún rædd jafnvel áður en búið er að setja nokkur þingmál á dagskrá, eins og var á miðvikudaginn var? Ég finn ekki þau rök, enda þótt ég viðarkenni að málið er stórmerkilegt og athyglisvert. En ég finn ekki rökin, síst af öllu þegar fyrir lá að tvær till. voru komnar fram í þinginu um svipað efni og væntanlega von á fleiri till. um hliðstæð efni, ef marka má þá reynslu sem fengist hefur á liðnum þingum.

Ég vildi segja að lokum og leggja á það áherslu, að ég er fylgjandi þeirri till. sem hér hefur verið flutt um skipun n. til að endurskoða þingsköp. Ég er líka hlynntur því að umr. utan dagskrár eigi sér háan sess í þingstörfum og verði löghelgaðar, eins og hv. flm. hefur gert hér till. um að athugað verði. Mér finnst sjálfsagt að umr. utan dagskrár fari oft fram hér í þinginu, það er fyllsta þörf á því En það verða að vera einhver sérstök rök fyrir því hverju sinni. Annaðhvort verður að vera um einhvern nýliðinn atburð að ræða, sem menn vilja ræða meðan hann er ferskur og nýr, ellegar þá það verður að vera um að ræða einhverja atburðarás sem er í gangi, eitthvert ástand sem er ríkjandi, ellegar þá eitthvað sem er fram undan og þolir ekki bið að rætt sé með venjulegum hætti hér í þinginu. Umr, utan dagskrár mega hins vegar alls ekki byggjast á hégómlegum óskum einstakra þm. sem leitast við að vera í kapphlaupi við aðra þm, um að vekja máls á einstökum þingmálum.

Mér virðist á málflutningi formanns Alþfl., bæði þeim, sem kemur fram á till. hans, og hér áðan, að hann sé mér sammála í meginatriðum. Mér þótti hins vegar rétt, úr því að umr. utan dagskrár voru hér til umr. sérstaklega, að vekja athygli á því, að framganga hv, formanns þingflokks Alþfl. s.l. miðvikudag var víðs fjari því að uppfylla þau skilyrði sem fram koma í málflutningi formanns flokksins.