Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1079, 112. löggjafarþing 496. mál: samningur um aðstoð í skattamálum.
Lög nr. 46 8. maí 1990.

Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að staðfesta fyrir Íslands hönd samning milli Norðurlanda um aðstoð í skattamálum.


1. gr.

     Ríkisstjórninni er heimilt að staðfesta fyrir Íslands hönd samning milli Norðurlanda um aðstoð í skattamálum sem undirritaður var í Kaupmannahöfn 7. desember 1989 og prentaður er sem fylgiskjal með lögum þessum.

2. gr.

     Þegar samningur sá, er um ræðir í 1. gr., hefur öðlast gildi að því er Ísland varðar skulu ákvæði hans hafa lagagildi hér á landi. Jafnframt falla úr gildi lög nr. 111/1972, um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að fullgilda fyrir Íslands hönd samning milli Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um aðstoð í skattamálum, sbr. lög nr. 8/1977 og 87/1981.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.


Fylgiskjal.

(FYLGISKJAL MYNDAÐ)

Samþykkt á Alþingi 27. apríl 1990.