Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1120, 116. löggjafarþing 28. mál: lagaákvæði er varða samgöngumál.
Lög nr. 62 18. maí 1993.

Lög um breytingu á lagaákvæðum er varða samgöngumál vegna aðildar að Evrópska efnahagssvæðinu.


I. KAFLI

1. gr.

Lög um leigubifreiðar, nr. 77/1989.
     Við 12. gr. laganna bætist ný málsgrein sem orðast svo:
     Samgönguráðherra er heimilt að setja reglugerðir á sviði leiguaksturs með vörur og farþega að því leyti sem það er nauðsynlegt vegna skuldbindinga er leiðir af samningi um Evrópskt efnahagssvæði milli Efnahagsbandalags Evrópu, Kola- og stálbandalags Evrópu og aðildarríkja þess annars vegar og aðildarríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu hins vegar, sbr. lög um Evrópska efnahagssvæðið.

2. gr.

Lög um skipulag á fólksflutningum með langferðabifreiðum, nr. 53/1987.
     
  1. Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. laganna:
    1. Í stað orðsins „þrenns“ í 1. málsl. kemur: ferns.
    2. Við 1. mgr. bætist nýr töluliður, 4. tölul., sem orðast svo: Leyfi til ferða fram og til baka milli landa felur í sér leyfi til að aka með hóp farþega frá ákveðnum brottfararstað til tiltekins ákvörðunarstaðar og til baka aftur, með endurteknum ferðum.
    3. Við greinina bætist ný málsgrein sem orðast svo:
    4.      Til að öðlast leyfi skv. 1. gr. laganna þarf leyfishafi að uppfylla eftirfarandi skilyrði:
      1. Hafa óflekkað mannorð.
      2. Hafa fullnægjandi fjárhagsstöðu.
      3. Fullnægja skilyrðum um starfshæfni.

    5. Við 9. gr. laganna bætist ný málsgrein sem orðast svo:
    6.      Samgönguráðherra er heimilt að setja reglugerðir á sviði fólksflutninga með langferðabifreiðum að því leyti sem það er nauðsynlegt vegna skuldbindinga er leiðir af samningi um Evrópskt efnahagssvæði.



3. gr.

Siglingalög, nr. 34/1985, með síðari breytingum.
     Á eftir XV. kafla laganna kemur nýr kafli, XVI. kafli, Um aðild að Evrópsku efnahagssvæði, með einni grein, 243. gr., er orðast svo:
     Samgönguráðherra er heimilt að setja reglugerðir á sviði siglingalaga að því leyti sem það er nauðsynlegt vegna skuldbindinga er leiðir af samningi um Evrópskt efnahagssvæði milli Efnahagsbandalags Evrópu, Kola- og stálbandalags Evrópu og aðildarríkja þess annars vegar og aðildarríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu hins vegar, sbr. lög um Evrópska efnahagssvæðið.

4. gr.

Lög um eftirlit með skipum, nr. 35/1993.
     Við 1. gr. laganna bætist ný málsgrein sem orðast svo:
     Ráðherra er enn fremur heimilt að setja reglugerðir um eftirlit með skipum að því leyti sem það er nauðsynlegt vegna skuldbindinga er leiðir af samningi um Evrópskt efnahagssvæði, nr. 2/1993, með síðari breytingum.

5. gr.

Lög um leiðsögu skipa, nr. 34/1993.
     Við 9. gr. laganna bætist ný málsgrein svohljóðandi:
     Ráðherra er enn fremur heimilt að setja reglugerðir um leiðsögu skipa að því leyti sem það er nauðsynlegt vegna skuldbindinga er leiðir af samningi um Evrópskt efnahagssvæði, nr. 2/1993, með síðari breytingum.

6. gr.

Hafnalög, nr. 69/1984, með síðari breytingum.
     Við 40. gr. laganna bætist ný málsgrein sem orðast svo:
     Samgönguráðherra er heimilt að setja reglugerðir á sviði hafnamála að því leyti sem það er nauðsynlegt vegna skuldbindinga er leiðir af samningi um Evrópskt efnahagssvæði milli Efnahagsbandalags Evrópu, Kola- og stálbandalags Evrópu og aðildarríkja þess annars vegar og aðildarríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu hins vegar, sbr. lög um Evrópska efnahagssvæðið.

7. gr.

Vegalög, nr. 6/1977, með síðari breytingum.
     Á eftir 6. gr. laganna kemur ný grein, 6. gr. a, sem orðast svo:
     Samgönguráðherra er heimilt að setja reglugerðir á sviði vegamála að því leyti sem það er nauðsynlegt vegna skuldbindinga er leiðir af samningi um Evrópskt efnahagssvæði milli Efnahagsbandalags Evrópu, Kola- og stálbandalags Evrópu og aðildarríkja þess annars vegar og aðildarríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu hins vegar, sbr. lög um Evrópska efnahagssvæðið.

8. gr.

Lög um veitinga- og gististaði, nr. 67/1985.
     
  1. Á eftir c-lið 1. mgr. 2. gr. laganna bætist við nýr málsliður er orðast svo: Ríkisborgarar annarra ríkja Evrópska efnahagssvæðisins skulu frá og með gildistöku samnings um hið Evrópska efnahagssvæði vera undanþegnir skilyrði um heimilisfesti á Íslandi samkvæmt nánari ákvæðum sem ráðherra setur með reglugerð.
  2. Við 14. gr. laganna bætist ný málsgrein sem orðast svo:
  3.      Samgönguráðherra er heimilt að setja reglugerðir um veitinga- og gististaði að því leyti sem það er nauðsynlegt vegna skuldbindinga er leiðir af samningi um Evrópskt efnahagssvæði milli Efnahagsbandalags Evrópu, Kola- og stálbandalags Evrópu og aðildarríkja þess annars vegar og aðildarríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu hins vegar, sbr. lög um Evrópska efnahagssvæðið.


9. gr.

Lög um skipulag ferðamála, nr. 79/1985, með síðari breytingum.
     
  1. Við b-lið 1. mgr. 15. gr. laganna bætist nýr málsliður er orðast svo: Ríkisborgarar annarra ríkja Evrópska efnahagssvæðisins skulu frá og með gildistöku samnings um hið Evrópska efnahagssvæði vera undanþegnir skilyrði um ríkisfang á Íslandi samkvæmt nánari ákvæðum sem ráðherra setur með reglugerð.
  2. Við 2. gr. laganna bætist ný málsgrein sem orðast svo:
  3.      Samgönguráðherra er heimilt að setja reglugerðir um skipulag ferðamála að því leyti sem það er nauðsynlegt vegna skuldbindinga er leiðir af samningi um Evrópskt efnahagssvæði milli Efnahagsbandalags Evrópu, Kola- og stálbandalags Evrópu og aðildarríkja þess annars vegar og aðildarríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu hins vegar, sbr. lög um Evrópska efnahagssvæðið.


10. gr.

Lög um skráningu skipa, nr. 115/1985, með síðari breytingum.
     Á eftir 2. málsl. 1. gr. laganna bætist við nýr málsliður er orðast svo: Þennan rétt hafa einnig ríkisborgarar annarra ríkja Evrópska efnahagssvæðisins frá og með gildistöku samnings um hið Evrópska efnahagssvæði samkvæmt nánari ákvæðum sem ráðherra setur með reglugerð.

II. KAFLI
Gildistaka.

11. gr.

     Lög þessi öðlast gildi um leið og samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið öðlast gildi að því er Ísland varðar.

Ákvæði til bráðabirgða.
     Heimildir samgönguráðherra til að setja reglugerðir samkvæmt lögum þessum skulu teknar til endurskoðunar verði verulegar breytingar á gerðum samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, sem lög þessi miðast við, eða viðbætur við þær.

Samþykkt á Alþingi 5. maí 1993.