Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1184, 120. löggjafarþing 390. mál: reynslusveitarfélög (félagslegar íbúðir, atvinnuleysistryggingar).
Lög nr. 78 11. júní 1996.

Lög um breyting á lögum um reynslusveitarfélög, nr. 82/1994.


1. gr.

     Við 10. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Ráðherra er í því sambandi heimilt að víkja frá ákvæðum um kaupskyldu og forkaupsrétt á félagslegum íbúðum í þeim reynslusveitarfélögum þar sem einstaklingum eru veitt lán úr Byggingarsjóði verkamanna til að kaupa eða byggja íbúðir á almennum markaði.

2. gr.

     Við 12. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Ráðherra er í því sambandi heimilt að víkja frá 1. mgr. 18. gr. laga um atvinnuleysistryggingar um að atvinnulausir geti ekki stundað námskeið eða annað nám, sem varir lengur en í átta vikur, á bótum og 1. mgr. 20. gr. sömu laga um að umsækjandi skuli láta skrá sig vikulega hjá vinnumiðlun að viðlögðum missi bótaréttar.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 4. júní 1996.