Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1174, 123. löggjafarþing 594. mál: lögskráning sjómanna (öryggisfræðsla).
Lög nr. 28 18. mars 1999.

Lög um breytingu á lögum nr. 43/1987, um lögskráningu sjómanna, með síðari breytingum.


1. gr.

     Við ákvæði til bráðabirgða í lögunum bætist: Þó er heimilt fram til 1. apríl 2001 að lögskrá þann sem ekki hefur hlotið öryggisfræðslu í Slysavarnaskóla sjómanna, enda liggi fyrir hjá lögskráningarstjóra staðfesting Slysavarnaskóla sjómanna á að viðkomandi hafi látið skrá sig á námskeið og hvenær það fari fram. Mæti skipstjórnarmaður eða aðrir skipverjar ekki á námskeið sem þeir eru skráðir á er lögskráningarstjóra óheimilt að lögskrá þá, nema viðkomandi hafi haft fullgildar ástæður fyrir forföllum sínum að mati Slysavarnaskóla sjómanna, hafi skráð sig að nýju á öryggisfræðslunámskeið skólans og muni ljúka því eins fljótt og kostur er og eigi síðar en 1. apríl 2001.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 10. mars 1999.