Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1426, 126. löggjafarþing 685. mál: ársreikningar (ársreikningaskrá).
Lög nr. 58 26. maí 2001.

Lög um breyting á lögum nr. 144/1994, um ársreikninga, með síðari breytingum.


1. gr.

     9. tölul. 2. mgr. 1. gr. laganna orðast svo:
  1. ársreikningaskrá: skrá sem starfrækt er í því skyni að taka á móti, geyma og birta ársreikninga skilaskyldra félaga.


2. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. laganna:
  1. Í stað orðsins „félagaskrá“ í 4. tölul. 1. mgr. kemur: ársreikningaskrá.
  2. Í stað orðsins „Félagaskrá“ í 1. og 2. málsl. 2. mgr. kemur: Ársreikningaskrá.


3. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 69. gr. laganna:
  1. Í stað orðsins „félagaskrá“ í 1., 2. og 3. mgr. kemur: ársreikningaskrá.
  2. Á eftir 3. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
  3.      Ráðherra ákveður aðsetur ársreikningaskrár.


4. gr.

     Í stað orðsins „félagaskrá“ í 70. gr. laganna kemur: ársreikningaskrá.

5. gr.

     Í stað orðsins „félagaskrá“ í 1. mgr. 71. gr. laganna kemur: ársreikningaskrá.

6. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 73. gr. laganna:
  1. 1. mgr. orðast svo:
  2.      Útibússtjórar í útibúum erlendra félaga, sem skráð eru hér á landi, skulu í síðasta lagi átta mánuðum eftir lok reikningsárs senda staðfest endurrit ársreiknings eða samstæðureiknings félagsins til ársreikningaskrár ásamt reikningsskilum útibúsins.
  3. Í stað orðsins „félagaskrá“ í 2., 3. og 4. mgr. kemur: ársreikningaskrá.


7. gr.

     Í stað orðsins „félagaskrá“ í 1. og 2. mgr. 74. gr. laganna kemur: ársreikningaskrá.

8. gr.

     Í stað orðsins „félagaskrá“ í 1. og 2. mgr. 75. gr. laganna kemur: ársreikningaskrá.

9. gr.

     Í stað orðsins „félagaskrá“ í 1., 2., 3. og 4. mgr. 76. gr. laganna kemur: ársreikningaskrá.

10. gr.

     Í stað orðsins „félagaskrá“ í 1. mgr. 77. gr. laganna kemur: ársreikningaskrá.

11. gr.

     78. gr. laganna orðast svo:
     Ársreikningaskrá skal gera úrtakskannanir og athuganir á ársreikningum, samstæðureikningum og skýrslum stjórna í því skyni að sannreyna að þessi gögn séu í samræmi við ákvæði þessara laga. Hún getur krafist þeirra upplýsinga hjá hverju félagi sem nauðsynlegar eru í þessu sambandi.
     Í því skyni að sannreyna hvort félög uppfylli ákvæði laganna um stærðarmörk til að mega skila samandregnum ársreikningum og samstæðureikningum hefur ársreikningaskrá heimild til að afla upplýsinga hjá ríkisskattstjóra um nöfn og kennitölur þeirra félaga sem lög þessi taka til og fara yfir þau stærðarmörk sem greinir í 6. gr.

12. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi og gilda við skil á ársreikningum vegna rekstrarársins 2000.

Samþykkt á Alþingi 18. maí 2001.